Mikill áhugi er fyrir uppgræðslu afréttarins og hefur Dr. Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi og starfsmaður Náttúrufræðistofnunar verið einn af aðalhvatamönnum og séð um skipulagningu þessara ferða. Sigurður hlaut einmitt landgræðsluverðlaun Landgræðslunnar á síðasta ári. Unnsteinn Hermannsson í Langholtskoti hefur hins vegar skipulagt vélavinnu á afréttinum en bændur í hreppnum leggja til vélar og tæki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst