Fyrr í dag féll úrskurður í máli Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar gegn Landsbankanum þar sem tekin var til umfjöllunar sú krafa okkar að dómkvaddir verði hæfir, sérfróðir og óvilhallir matsmenn til að meta verðmæti stofnfjár Sparisjóðs Vestmannaeyja þegar sjóðurinn var á þvingaðan máta neyddur til samruna við Landsbanka Íslands. Niðurstaða héraðdóms var fullnaðarsigur Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar. Niðurstaða dómsins var �??Dómkveðja skal matsmenn í samræmi við beiðni matsbeiðenda, Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar hf.�??
Til upprifjunar þá var þessu máli þannig háttað að þrátt fyrir ákveðinn vanda við rekstur Sparisjóðs Vestmannaeyja þá var lausafjárstaða í raun góð þegar sparisjóðurinn fékk 5 daga til að auka eigið fé. Sá skammi tímafrestur var verulega frábrugðinn og meira íþyngjandi en áður hafði verið gert hvað varðar til dæmis SPKef og Byr. �?etta reyndist verða banabiti Sparisjóðs Vestmannaeyja sem í framhaldi var yfirtekinn af Landsbankanum.
Kaupandi með mun meiri upplýsingar um verðmæti en seljandi
Stofnfjáreigendur höfðu þar eftir nánast enga aðkomu að yfirtöku Landsbankans og hafa frá upphafi talið að óvissa sé um hvort verðmæti stofnfjár hafi verið rétt metið. Jafnvel var svo langt gengið að �??kaupandi�?? þessara eigna (Landsbankinn) reyndist hafa upplýsingar um verðmæti eignarinnar langt umfram það sem �??seljandinn�?? (stofnfjáreigendur) hafði. Til að finna út verðmætið var því farið fram á hlutlaust verðmætamat á eignarhlutanum.
Landsbankinn hefur varist við gólf
Vestmannaeyjabær hefur frá upphafi talið fráleitt að stofnfjáreigendur fái ekki hlutlausar upplýsingar um verðmæti þess eignahluta sem í raun var af þeim tekinn og taldi ekki hægt annað en að láta reyna á kröfuna fyrir dómstólum. Landsbankinn hefur þó hingað til varist við gólf og lagt fram þá kröfu að beiðni okkar um dómkvaðningu yrði hafnað.
Aukið gagnsæi
�?að er mikið fagnaðarefni að dómstólar skuli í þessu tilviki fella dóm sem í raun kveður á um aukið gagnsæi í viðskiptaháttum. Með fyrirliggjandi kröfu er Vestmannaeyjabær ekki að fullyrða neitt um að vangreitt hafi verið fyrir eignarhlutinn í Sparisjóðnum. Málið snýst um þá sjálfsögðu kröfu að seljandi viti sanngjarnt virði þess hluta sem af honum er keyptur. Til dagsins í dag vitum við ekki hvort að sanngjarnt verð var greitt eða ekki. Hafi fjármálastofnanir á Íslandi hingað til fengið að ganga þannig fram að verðmæti séu gerð upptæk án verðmats eða frekari aðkomu réttmætra eigenda þá vona ég að sá tími sé liðinn.
�?llum mótbárum Landsbankans hafnað
Í niðurstaðakafla úrskurðar Héraðsdóms í þessu máli segir einfaldlega: �??Verður að hafna öllum mótbárum matsþola Landsbankans og dómkveðja matsmenn í samræmi við beiðni matsbeiðenda�??. Landsbankinn hefur nú 14 daga til að ákveða hvort hann hyggst áfram reyna að koma í veg fyrir að réttmætir eigendur fái hlutlaust verðmat eða hvort hann hyggist leita sátta og sætta sig við það hlutlausa mat sem hérðasdómur kvað á um.
Sanngirni og réttmæti
Sennilegt verður að telja að Landbankanum og eigendum hans þyki nú nóg um. Landsbankinn er í nánast 100% eigu Íslendinga allra og það réttmæt og eðlileg krafa að honum sé stjórnað með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi. Stór hluti af því er gagnsæi og meðalhóf í framgöngu gagnvart viðskiptavinum og þar með talið þegar um þvingaða yfirtöku er að ræða.
Tekið af vefsíðu
Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja.