Landsbankinn færir Byggðasafni Vestmannaeyja þrjú málverk að gjöf
2. júlí, 2016
Landsbankinn hefur fært Byggðasafni Vestmannaeyja þrjú málverk að gjöf en þau voru afhent í morgun í Sagnheimum. Verkin eru málverk af Vestmannaeyjahöfn eftir listamanninn Freymóð Jóhannsson og tvær portrettmyndir af fyrrverandi sparisjóðsstjórum Sparisjóðs Vestmannaeyja. �??Heimaklettsmyndin�?? svokallaða eftir Freymóð var nokkurs konar einkennismálverk sparisjóðsins og hékk í afgreiðslusalnum frá 1966. Hún hefur því mikla þýðingu í sögu sparisjóðsins og um leið sögu Vestmannaeyja. Freymóður er einnig þekktur undir listamannsnafninu Tólfti september en hann samdi mörg þekkt dægurlög undir því nafni. Myndina tók Gunnar Ingi.