Á fundi bæjarráðs á dögunum var síðan samþykkt að tryggja nauðsynlega uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir árið 2012. Bæjarráð gengur út frá því að fjármagn komi frá ríkinu til uppbyggingarinnar, eins og verið hefur á undanförnum Landsmótum. �?að sem vantar í dag til að hægt sé að halda mótið á Selfossi er frjálsíþróttavöllur af bestu gerð, lagður gerviefnum.
Stjórn HSK telur íbúa innan Árborgar vel að því komna að fá til sín Landsmót. Ljóst er að öll aðstaða sem þarf til mótshaldsins verður til staðar á Selfossi, utan þess að keppa verður í skotfimi á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í �?lfusi.
Í umsókninni eru tilgreindar þær íþróttagreinar sem lagt er til í að keppt verði í á umræddi móti ef af verður. Við val á keppnisgreinum var tekið tillit til þess hvaða keppnisgreinar eru stundaðar á sambandssvæði HSK og hvort aðstaða sé til staðar á svæðinu.
Rík áhersla verður lögð á jafnrétti kynjanna og því er stefnt að því að keppa bæði í karla- og kvennaflokkum í öllum boltagreinum og einstaklingsgreinum. �?ó mun áfram verða keppt í opnum flokki, óháð kyni, í bridds, hestaíþróttum, starfsíþróttum, skák og skotfimi. Aðrar greinar verða frjálsíþróttir, glíma, sund, badminton, blak, borðtennis, fimleikar, golf, handknattleikur, íþróttir fatlaðra, júdó, knattspyrna og körfuknattleikur.
Umsóknarfrestur til að sækja um Landsmót 2012 rennur út um áramót og má búast við að stjórn UMFÍ ákveði mótsstað fyrri hluta næsta árs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst