Lára Skæringsdóttir situr í 8. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Lára sem er grunnskólakennari segist alltaf hafa haft brennandi áhuga á pólítk og samfélagsmálum, þá sérstaklega í Vestmannaeyjum.
Hvað ertu að aðhafast við þessa daganna?
Starfa sem grunnskólakennari í unglingadeild GRV
Hvað var til þess að þú ákvaðst að gefa kost á þér?
Hef brennandi áhuga á pólitík og hvernig landinu okkar er stjórnað og þá ekki síður velferð Vestmannaeyja og framtíð okkar sem hérna búum.
Hvaða málefni brenna helst á þér og hvað er það sem þú mundir vilja koma í gegn ef þú ferð inná þing?
Líkurnar á að ég fari beint á þing eru að sjálfsögðu miklar enda ætla allir merkja við x-B. �?g hef mikinn áhuga á samgöngumálum líkt og flestir Vestmannaeyingar. Fjármögnun heilbrigðisþjónustu hér og á Suðurlandi þarf að sjálfsögðu að bæta. Heilbrigðisráðherra hefur því miður ekki – hingað til a.m.k. – haft mikinn áhuga á Suðurhafseyjum í þeim efnum og kennir auk þess Bjarna Ben um, segist ekki fá meiri pening frá honum en þetta. Bjarni verði bara reiður ef hann biður um meira. �?g myndi gjarnan vilja sjá úrbætur í málefnum aldraðra, og breytingar á húsnæðilánakerfinu þannig að auðvelda megi ungu fólki að festa kaup á eigin eign. �?á er framtíð okkar sem sjávarpláss mér ofarlega í huga og þarf að huga vel að þeim málaflokki hvort sem stjórnun í sjávarútvegi eða almennt að hlúa vel að byggðastefnu landsins.
Samgöngumál og heilbrigðismál eru það sem brennir helst á Eyjamönnum. Hvað viltu helst sjá gert þar?
�?g styð heilshugar þá hugmynd að Vestmannaeyingar reki sjálfir Herjólf og hef fulla trú á því að það komi betur út að hafa reksturinn hér í heimabyggð. �?g deili áhyggjum margra af því að annars muni hagmunir íbúa og ferðamanna lúti í lægra haldi fyrir sérhagsmunum stofnana og einkafyrirtækja. Stjórna þarf ferðatíðni og ferðatímum eftir eftirspurn, en ekki hagnaðarsjónarmiðum einkafyrirtækis, þannig að sem flestir komist til og frá Eyjum. Heildarhagmunir af því fyrir samfélagið eru mun meiri en hugsanleg skerðing á gróða einkafyrirtækja. �?tboð er vel hægt að gera með þeim hætti að slíkt sé tryggt, annars er útboðið illa unnið. �?g styð líka lyktarlausar samgöngur; að farþegar þurfi ekki endurtekið og óvalkvætt að skrúbba skítafýlu af skóm og úr bílum eftir ferjuferðir.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands er vanfjármögnuð og úr því þarf að bæta. Annars er ekki hægt að viðhalda þjónustu, hvað þá að auka hana. Aukin og nægileg fjármögnun er forsenda fyrir því að efla aftur sjúkrahúsþjónustu í Vestmannaeyjum, þar með talið skurðstofuvakt og fæðingarþjónustu. Auka þarf fjárframlög um a.m.k. 250 milljónir til að Heilbrigðisstofnun Suðurlands geti sinnt hlutverki sínu þannig að vel fari.
�?etta eru smápeningar fyrir ríkið og eins og staða ríkissjóðs er nú bara spurning um forgangsröðun. �?g held að það færi vel á því að næsti heilbrigðisráðherra kæmi úr Suðurkjördæmi enda kjördæmið ekki verið í forgangi í þessum málaflokki undanfarin ár. Stefnumörkun ríkisins í heilbrigðismálum fyrir landsbyggðina er auk þess ábótavant. �?r þessu þarf að bæta og einnig draga úr flækjustigi embættismannakerfisins.
Annað sem þú vilt koma á framfæri, þá má það endilega koma fram.
Framsóknarflokkurinn setti fram mjög ákveðnar hugmyndir fyrir síðustu kosningar. �?ær hugmyndir gengu eftir landi og þjóð til hagsbóta. Mikilvægt er að halda áfram á sömu braut og tryggja stöðugleika og festu. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það að hann er meira en traustsins verður í þeim efnum.