Lars Lagerbäck og íslenska landsliðið heitir nýútkomin bók eftir Guðjón Inga Eiríksson. Í henni er rakinn ferill hins sænska landsliðsþjálfara Íslands áður en hann tók við landsliðsþjálfarastarfi Íslands, fjallað um aðdragandann að ráðningu hans hingað til lands og um samstarf og verkaskiptingu hans og Heimis Hallgrímssonar, uppbyggingu blaðamanna- og liðsfunda þeirra og farið yfir alla landsleiki Íslands, allt frá því að þeir tóku þar við stjórn og fram að þeim síðustu. Er þá fátt upp talið, en bókin er í senn bæði skemmtileg og fræðandi.
Formála að bókinni ritar Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn í janúar síðastliðnum. �?ar kemur hann m.a. inn á hugarfar sigurvegarans og ættu allir sem tengjast íþróttum og fyrirtækjarekstri að lesa það sem hann hefur fram að færa �?? vilji þeir á annað borð vera í sigurliði.
�?að er Bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út.