LaunaHækkanir??
5. apríl, 2014
�?g las á facebook síðu bæjarstjóra okkar að hann þekki minna en ekkert til forsenda deilunar á milli Eimskips annars vegar og háseta og þerna á Herjólfi hins vegar. Mér eiginlega féllust hendur. Hann segir m.a. �??Mér finnst það bara ekki koma hinum almenna Eyjamanni við hvernig einkafyrirtæki semur við starfsmenn sína. Krafan er að grunnþjónusta sé tryggð. Eftir sem áður eru verkmenn verðugir sanngjarnra launa�??.
�?g geri mér algjörlega 120% fulla grein fyrir því að málið er mér mjög skylt og þess vegna hugleikið en mér finnst bara alveg ótrúlegt að hann skuli hafa gengið svo langt í að fá lög sett á mál sem hann veit ekkert um. �?thrópar í fjölmiðlum að hinn íslenski borgari sendi þingmönnum og ráðherrum tölvupósta þar sem krafist er aðkomu ríkisins. Ekki var verið að krefja þetta sama fólk um að stútfylla pósthólf háu herranna hjá Eimskip og krefja þá um úrlausn mála�?�.nei lög frá Alþingi Íslands á fámenna hópinn, litla manninn er betri lausn. Staðan í dag er sú að ekki hafa þau nein verkfæri eftir þetta til þess að leita réttar sins. Siglandi inn í háanna tíma Herjólfs eru þau skikkuð til þess að vinna áfram á þeim launum sem ekki er sátt um.
Skoðum nú aðeins um hvað þessar kröfur snerust:
1.�?au vildu uppbót í stað sjómannaafsláttar sem er búið að afnema frá ríkinu, eitthvað sem Eimskip er tilbúið að greiða öðrum skipverjum á skipum innan sama fyrirtækis.
2. �?au vildu að dagvinnutíminn yrði styttur úr 9 tímum í 8 sem er lögboðinn dagvinnutími, s.s leiðréttingu á óréttlæti.
3. �?au vildu að greitt væri 80% álag á yfirvinnu (í stað 33% frá kl.17 á virkum dögum og 45% um helgar) eins og gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði sem og á öðrum skipum Eimskips, s.s. leiðréttingu á álagi.
4. �?au vildu fá sömu launaH�?KKUN og aðrir í þjóðfélaginu á leiðrétt laun.
Undir restina voru þau tilbúin að falla frá öllum kröfum nema nr. 3 í þessari upptalningu en það var þeim hjá Eimskip ennþá of stór biti. �?etta er það sem Samtök atvinnulífsins hafa kallað óbilgjarnar kröfur. Hásetar og þernur skila að meðaltali 120-130% vinnu í mánuði og eru með um 400 þúsund í mánaðarlaun.
Hjá Eimskip er enginn skortur á fínum og flottum stefnum og í jafnréttisstefnu Eimskips segir m.a:
�??Laun og önnur starfskjör
Hjá Eimskip eru greidd sömu laun og önnur kjör fyrir jafn verðmæt störf.
Eimskip gætir fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Greidd eru jöfn laun njóta starfsmenn sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf. �?au viðmið sem lögð eru til grundvallar launa og starfskjara skulu ekki fela í sér kynjamismunun heldur skulu ákvörðuð út frá verðmæti starfs og skýrum rökum á bak við ákvörðun. �?að er stefna Eimskips að laun og önnur kjör séu samkeppnishæf við sambærileg störf á markaði.�??
�?að er nokkuð ljóst að ef þessir einstaklingar sem voru í yfirvinnubanni væru allt kvenfólk að þá hefði eitthvað heyrst í samfélaginu því að óréttlæti og mismunun á þann hátt á ekki að líðast, að fólk sem vinnur sambærilega vinnu sé mismunað.
Um starfsmenn segir ma.:
�??Eimskip býr starfsmönnum sínum skapandi og þroskandi vinnuumhverfi sem einkennist af metnaði og gleði. Boðið er upp á markvissa fræðslu og þjálfun sem miðar ávallt að því að auka þekkingu og efla einstaklinga. Framlag starfsmanna er metið að verðleikum og þess gætt að vinnuumhverfi stuðli að velferð og vellíðan í starfi. Með þessu móti er góður grunnur lagður að velgengni Eimskips�??
�?að liggur alveg ljóst fyrir að fyrri samningar þerna og háseta voru klúður sem hefði aldrei átt að gerast en það gerðist nú samt og því var þessi leið öllu brattari en hún þurfti að vera, þ.e. að fara fram á leiðréttingu á klúðri. �?að að einkafyrirtæki beri ábyrgð á samgöngunum er ekki starfsfólkinu að kenna. Einhverstaðar og einhvernvegin verða þau að leita réttar síns gegn því sem þeim finnst vera óréttlát laun. Að ríkið skuli geta komið að þeirri deilu með lagasetningu er hreint út sagt ótrúlegt óréttlæti gegn þeim því að ekki nóg með að �??fresta�?? verkfalli þangað til Herjólfur fer í slipp erlendis að þá er ekki einu sinni verið að kanna það hvort að jafnréttis sé gætt innan fyrirtækisins með því að fara með málið fyrir gerðardóm, nei þetta kallar alþingi vort að fara mildu leiðina, vissulega milt fyrir Eimskip en að sama skapi mjög hart fyrir starfsfólkið.
Samstöðuleysi??
�?g er ekki víst ekki skilgreind sem eyjamaður/kona og hef �??bara�?? búið hér í 15 ár. �?g hef kynnst samkennd og baráttuhug eyjamanna og hef alltaf dáðst að og mært hann við hvern sem vill heyra . �?g hef líka kynnst dómhörku og lítilli þolinmæði eyjamanna gegn náunganum og ekki síst þjónustu og ég hef sjálf tekið þátt í þeim leik. �?rlar aðeins á ég, um mig, frá mér, til mín heilkenni ef satt skal segja. Vissulega er ástandið hér ekki í takt við tekjurnar sem þetta samfélag skapar þjóðfélaginu og finnst mér ekkert að því að berjast fyrir bættum kjörum okkar sem hér búum þvi ástandið vissulega ekki gott. En ég hélt samt sem áður að fólk myndi sína samstöðu, virðingu og þolinmæði starfsfólki Herjólfs til handa á meðan þau stæðu í þessari deilu. �?etta fólk sem er búið að þjónusta eyjarnar vel og mikið að mínu mati. En sú varð alls ekki raunin.
�?að að ekki skuli hafa verið boðað til algjörs verkfalls var til þess gert að milda áhrifin sem stöðvun Herjólfs myndi valda samfélaginu. Fólk og fyrirtæki yrðu óhjákvæmilega fyrir miklum óþægindum en þó í minna mæli en ef skipið myndi stöðvast alfarið. Hér var frábær þjónusta hjá Flugfélaginu Erni auk þess sem Víkingur sigldi til Landeyjahafnar þegar sjólag gaf færi á. �?g verð að segja að ég hef sjaldan séð eins gott vöruúrval í matvörubúðum eins og á þessum tíma, svo að ekki vorum við að deyja úr matarskorti það er nokkuð ljóst. Við vorum sem sagt ekki innilokuð í Alcatraz eins og margir orðuðu það pent, þó svo að takmarkanirnar væru þó nokkrar.
Mikið var talað um almannaheill, grunnþjónustu og öryggi eyjamanna og m.a á þeim forsendum voru lögin sett á. Hver eru rökin fyrir því? Ekki veit ég til þess að Herjólfur sé mikið notaður í að flytja bráðveikt fólk héðan og ef eitthvað jafn hræðilegt og náttúruhamfarir myndu dynja yfir, væri þá ekki best að Herjólfur væri á svæðinu og myndi flytja okkur héðan í burtu?? Hver er opinbera skilgreiningin á grunnþjónustu?? Spyr sá sem ekkert veit.
Verkstöðvunin var í hæsta máta óþægileg fyrir hinn almenna borgara og það fólgst í því meiri kostnaður að þurfa að fara fyrr og koma seinna heim, vissulega, en það var og yrði alltaf tímabundið. Fyrirtæki töpuðu hellings tekjum og vissulega er það mjög ósanngjarnt, en í verkföllum bitna deilurnar líka á 3 aðila, alveg sama hjá hvaða starfstétt um ræðir. Lágmarks þjónusta var tryggð á þessum tíma og almannaheill og öryggi íbúa tryggt. �?að að ekki var setið þéttar að sáttarborði lítur út fyrir leikmanni eins og mér að Eimskip vildi einfaldlega ekki semja svo að pressan hefði átt að vera á þá en ekki alþingi.
�?g vona svo heitt og innilega að þeir sem fóru hvað mest fram með að hrópa eftir lagasetningu og þeir sem vildu fara út í persónulegt skítkast á bæði talsmann starfsmanna sem og starfsmennina sjálfra sjái að sér og að minnsta kosti viðurkenni fyrir sjálfum sér óbilgirnina í málinu. �?g vona einnig enn heitar að þetta fólk þurfi aldrei að standa í sömu sporum og þau/við höfum gert undanfarnar 4 vikur því að þetta hafði og hefur ennþá mikil áhrif á alla, ekki bara íbúa og fyrirtæki.
Með vinsemd og virðingu,
Vilborg Sigurðardóttir
Stolt eiginkona eins af hásetum á Herjólfi
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst