Laxey fær nýjan búnað frá Ístækni
Myndin er tekin við undirskrift samningsins. Með Jóhanni Bæring og Kristmanni er Ragnar Ingi Kristjánsson vélhönnuður Ístækni. Mynd/aðsend.

Ístækni og Laxey hafa gert samning um smíði á ískömmtunarbúnaði fyrir nýja laxavinnslustöð Laxeyjar. Í tilkynningu segir að búnaðurinn, sem er hannaður og smíðaður af Ístækni, skammti rétt magn af ís í kassa til að viðhalda gæðum vörunnar til kaupenda.

„Starfmenn Ístækni hafa unnið við uppsetningu á öllum vinnslubúnaði fyrir Laxey undanfarnar vikur. Þessum viðbótum verður komið upp áður en vinnsla hefst í nóvember,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístækni.

„Við hjá Laxey höfum unnið náið með Ístækni að hönnun og uppsetningu búnaðar í nýju vinnsluna. Þetta er síðasti búnaðurinn sem vantaði til að gera vinnsluna fullbúna. Samstarfið við Ístækni hefur gengið mjög vel og vildum við ljúka þessu verkefni með þeim,” segir Kristmann Kristmannsson, verkefnastjóri vinnslu og innkaupa hjá Laxey.

Búnaðurinn verður settur upp um miðjan október og gert er ráð fyrir að vinnsla hefjist í nóvember, tveimur árum eftir að félagið keypti fyrstu hrognin, segir enn fremur í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.