Laxey - Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin
Mynd Laxey - Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra af sjó, sem dælt er upp úr borholum.

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust

Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra af sjó, sem dælt er upp úr borholum.

Þetta kemur fram á FB-síðu Laxeyjar og er þetta fyrsti áfangi í sex skrefa uppbyggingu Laxeyjar sem er nú að ljúka og undirbúningur næsta áfanga þegar hafinn. Í hverjum áfanga verða reist og starfrækt átta fiskeldisker. Þegar uppbyggingu lýkur verður árleg framleiðslugeta fyrirtækisins allt að 42.000 tonn af laxi.

Starfsemin hófst með byggingu hátæknivæddrar seiðastöðvar í Friðarhöfn, þar sem notast er við lokað RAS-kerfi sem endurnýtir vatnið að mestu leyti. Stöðin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, fór í fulla starfsemi í ágúst á síðasta ári.

Fyrsti skammturinn af seiðum var fluttur í stórseiðahúsið í nóvember síðastliðnum og annar skammtur fylgdi í apríl. Nú þegar hafa fimm skammtar verið fluttir til eldis: þrír eru í ræktun í seiðastöðinni og tveir eru komnir í áframeldi. Núverandi skammtur sem fór í kerin hefur nú þegar náð 1200 grömmum að meðalþyngd.

Framkvæmdir við uppbygginguna hafa gengið samkvæmt áætlun, samhliða ræktun lífmassa. Áætlað er að fyrsta slátrun fari fram í haust og undirbúningur fyrir sláturhús í Viðlagafjöru, er nú þegar hafinn.

Af Facebook síðu Laxeyjar.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.