Laxey á fundi ÁTVR - Hugmynd 2019 og slátrun 2025
1. febrúar, 2025
Íris sagði eldisstöðina á besta stað sem hægt er að hugsa sér í Vestmannaeyjum. Mannvirkin eru falin nema þegar við siglum inn til Eyja með Herjólfi. Mynd Laxey.

Árlegt goskaffi ÁTVR var á sunnudaginn 26. janúar að lokinni Eyjamessu í Bústaðakirkju þar sem Kristján Björnsson, víglsubiskup og fyrrum Eyjaprestur predikaði. Þemað í goskaffinu var uppbygging og upplifun eftir gosið. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri sagði þar frá uppbyggingu á nýja hrauninu þar sem landeldisstöð Laxeyjar rís í Viðlagafjöru. Einnig fyrirhuguðu baðlóni og lúxushóteli ofan við Skansinn og athafnasvæði til framtíðar fyrir atvinnurekstur þar sem hraunhitaveitan var.

 

Þau sáu um messuna: Frá vinstri, Hólmfríður Ólafsdóttur djákni sem er eiginkona Guðmundar Elíassonar, Adda Bald og Höllu, Þorvaldur Víðisson fyrrum Eyjaprestur, Kristján Björnsson, vígslubiskup og fyrrum Eyjaprestur og Sigurlaug Kristín Hraundal messuþjónn. Mynd Óskar Pétur.

 

„Þar erum við að byggja upp svæði til framtíðar fyrir atvinnurekstur þar sem gert er ráð fyrir stórum húsum. Málið er, að það er orðið lítið um skipulagðar atvinnulóðir í Vestmannaeyjum því Eyjan okkar er ekki stór en því fallegri eins og þið vitið,“ sagði Íris. Áformin um Laxey komu fyrst inn á hennar borð árið 2019.

Tveir drengir

„Þá komu til mín tveir drengir, Daði Pálsson og Hallgrímur Steinsson, drengir af því að þeir eru aðeins yngri en ég,“ sagði Íris og brosti. „Og þeir sögðu; við erum að hugsa um að vera með laxeldi í Vestmannaeyjum og ég hélt að þeir væru að hugsa um sjókvíareldi sem eins og flestir vita henta ekki við Vestmannaeyjar sökum strauma.“

Eftir nokkra skoðun varð Viðlagafjara fyrir valinu fyrir landeldisstöðina og í framhaldinu var skrifað undir viljayfirlýsingu. Svo aðra viljayfirlýsingu og samning í kjölfarið. „Þetta verkefni er lang, langstærsta framkvæmd í sögu Vestmannaeyja. Í hana fer meiri steinsteypa en í alla uppbyggingu strax eftir gos. Þetta er langstærsta framkvæmdaleyfi sem við höfum gefið út og þetta eru gríðarleg mannvirki. Eru á besta stað sem hægt er að hugsa sér í Vestmannaeyjum. Mannvirkin eru falin nema þegar við siglum inn til Eyja með Herjólfi. Uppbygging er komin mjög langt og stefnt er að fyrstu slátrun í nóvember á þessu ári. Hugmynd 2019 og slátrun 2025.“

 

Um 130 mættu í gosmessu og goskaffi. Mynd Óskar Pétur.

 

Allt staðist

Þarna rís sláturhús og allar afurðir verða fluttar út beint frá Vestmannaeyjum. „Til verða 100 störf við laxeldið auk afleiddra starfa. Þá eru uppi hugmyndir um fóðurverksmiðju og hefur einn stærsti fóðurframleiðandi í heimi sýnt því áhuga að horfa til Eyja, Sretting sem er að leita að stað á Íslandi fyrir fóðurframleiðslu. Allir eru að hugsa um kolefnissporið en vöxtur í landeldi er hvergi í heiminum meiri en á Íslandi.“

Guðrún Erlingsdóttir, fráfarandi formaður ÁTVR en situr áfram í stjón, Rúnar Ingi Guðjónsson núverandi formaður og Íris Róbetsdóttir bæjarstjóri. Mynd Óskar Pétur.

 

Íris sagði allt hafa gengið vel hjá Laxey og allar áætlanir frá 2019 hafa staðist. „Þeir hafa unnið þetta gríðarlega vel, með bæjaryfirvöldum, fólkinu og allar kynningar til fyrirmyndar. Allt skiptir þetta máli til að fá fleiri egg í körfuna okkar í Vestmannaeyjum. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru mest áberandi atvinnugreinarnar okkar en nú bætist landeldið við. Saga Ós-fjölskyldunnar, Sigurjóns Óskarssonar og hans fólks hefur verið ótrúlega falleg. Eftir áratugi í útgerð selja þeir hana innanbæjar og skip og aflaheimildir haldast í heimabyggð. Nota svo hluta af sölunni til að fjárfesta í nýrri atvinnugrein.“

Íris sagði framkvæmdina alla vera til mikillar fyrirmyndar og kröfur eigenda miklar. „Þeir eru að ganga lengra varðandi umhverfissjónarmið því þeir vita að kröfurnar eiga eftir að aukast um minna kolefnisspor og hafa verið í góðu samstarfi við bæjarfélagið.“

 

ÓS – fjölskyldan. Gylfi, Erna, Sigurjón, Sigurlaug, Þóra Hrönn og Daði.

 

Ath. Greinin fór inn í morgun ólesin, hér er hún leiðrétt.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst