Leggja til breytingar á Herjólfi
20. desember, 2013
Samkvæmt öruggum heimildum Eyjafrétta, voru þýskir skipaverkfræðingar fengnir til að taka út farþegaferjuna Herjólf eftir óhöpp skipsins við Landeyjahöfn. �?jóðverjarnir skoðuðu m.a. myndbönd af Herjólfi þar sem skipið snýst við innsiglinguna, teikningar af skipinu auk þess að skoða skipið sjálft. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart en �?jóðverjarnir telja að Herjólfur sé ekki nógu stefnufastur, auk þess sem aðstæður í Landeyjahöfn séu mjög erfiðar. Hins vegar megi gera breytingar á skipinu sem bæta stefnufestu þess.
�?jóðverjarnir leggja fram nokkrar tillögur að úrbótum. M.a. leggja þeir til að skipinu verði siglt með öðrum hætti inn í höfnina. Jafnframt benda þeir á að með því að setja ugga aftan á skipið, megi draga úr óstöðugleika þess. Auk þess eru lagðar til breytingar á perustefnu og á slyngubretti á síðum skipsins. �?eir ábyrgjast þó ekki að breytingarnar skili nægjanlegum árangri en benda á að unnt sé að skoða þær í vatnslíkani áður en lengra er haldið.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst