Upphaf knattspyrnutímabilsins hefur verið heldur óvenjulegt fyrir karlalið ÍBV. Eldgosið í Eyjafjallajökli gerði það að verkum að liðið dvaldi í viku á fastalandinu en strákarnir sneru heim eftir síðasta leik, enda búið að hreinsa ösku af völlum bæjarins. Í gær þurfti sá hluti hópsins sem kom heim, að snúa aftur upp á land til að spila gegn Haukum í kvöld. Og nú var úr vöndu að ráða, Herjólfur sigldi aðeins seinni ferð og ekki var flugfært vegna þoku.