Eftir því sem liðið hefur á daginn, hefur færð í bænum snarversnað. Eins og víðs vegar annarsstaðar á landinu, var snjór yfir öllu í Eyjum en í dag hefur rignt og hitastigið farið vel upp fyrir frostmark. Klukkan 18 var t.d. 8 stiga hiti, rigning og 14 metra meðalvindhraði. Fyrir vikið er mikið slabb á götum bæjarins í bland við hálku og færðin því mjög varasöm fyrir þá sem fara um akandi en í raun er ófært fyrir gangandi vegfarendur. Ofan á allt þetta bætist við mikill vatnselgur sem gerir færðina enn verri.
Samkvæmt veðurspá á að kólna á morgun, án þess þó að það verði frost og nokkur úrkoma verður áfram næstu daga.