Karlalið ÍBV átti að leika í dag gegn Aftureldingu í N1 deild karla í handbolta en ekki reyndist fært til Reykjavíkur og hefur leiknum verið frestað. Leikurinn hefur verið settur á, á sama tíma á morgun, föstudag eða klukkan 19.00. ÍBV og Afturelding komu bæði upp úr 1. deild síðasta vor en Afturelding er með tvö stig eftir þrjá leiki en ÍBV er enn án stiga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst