Nú síðdegis í dag var úthlutað úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja en sjóðurinn var á sínum tíma stofnaður til minningar um Þorsteinn Þ. Víglundsson, fyrrverandi Sparisjóðsstjóra. Þetta er í 23. skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum og fer úthlutunin fram á Þorláksmessu ár hvert. Í ár voru það Áhugamenn um sögu hraunhitaveitunnar í Vestmannaeyjum, Leikfélag Vestmannaeyja, Viska – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Bjarni Jónasson – Útvarp Vestmannaeyja, sem fengu úthlutað úr sjóðnum.