Peyjarnir í handboltaliði ÍBV kalla ekki allt ömmu sína en þeir unnu sætan sigur á Aftureldingu í dag í 1. deild karla. Sigurinn var mikilvægur en Aftureldinga hafði ekki tapað leik það sem af er vetrar á meðan Eyjamenn höfðu misstigið sig. En þrátt fyrir sigurinn sæta, voru leikmenn ÍBV ekkert að fagna sigrinum of lengi, hinn harði heimur beið handan við hornið. Til að fjármagna starfsemi meistaraflokksins hafði liðið tekið það að sér að landa upp úr uppsjávarskipinu Huginn VE, sem beið strákanna á bryggjunni eftir leik.