Norska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu, Grimstadt, hefur sent formlegt boð fyrir tvær knattspyrnukonur hjá ÍBV, þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur og Elísu Viðarsdóttur um að æfa með liðinu þegar tímabilinu lýkur í haust á Íslandi. Þær eiga ekki langt að sækja hæfileikana en Elísa er systir Margrétar Láru, landsliðskonu og Kristín Erna er dóttir Sigurlásar Þorleifssonar, fyrrum atvinnumanns í knattspyrnu. Auk þess hefur norska liðið spurst fyrir um tvær aðrar knattspyrnukonur í ÍBV.