Er þetta í fyrsta sinn sem Vestmannaeyjabær stendur að byggingu nýs leikskóla en þeir leikskólar sem fyrir voru í Eyjum voru reistir fyrir gjafafé, þ.e. annars vegar Kirkjugerði og hins vegar Rauðagerði sem lokað var 1. mars og svo �?gamli�? Sóli sem rekinn var í gömlu íbúðarhúsi.
�?egar verkið var boðið út, bárust þrjú tilboð í verkið og þegar þau voru opnuð 18. nóv. 2005, kom í ljós að fyrirtækið 2�? ehf. var með lægsta tilboðið (92% af kostnaðaráætlun)og var því tilboði tekið. Hönnun leikskólans var í höndum THG, Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar. Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla var tekin 26.nóvember 2005.
�?að er fyrirtækið Fasteign sem fjármagnaði bygginguna en Vestmannaeyjabær leigir húsnæðið af þeim. Leikskólinn var afhentur börnum og starfsfólki 1. mars sl. og hófst starfssemin þann dag. �?ann dag var langþráðum áfanga náð en biðin eftir nýjum skóla hefur staðið yfir um árabil.
Sama dag og skólinn tók til starfa var tveimur leikskólum lokað. �?etta eru leikskólarnir Rauðagerði viðBoðaslóð, en hann hefur starfað síðan árið 1974 og var reistur fyrir gjafafé frá velunnurum í Sviss og sænska Rauða krossinum og gamla Sóla sem hefur verið starfræktur í yfir 45 ár, en hann tók til starfa 12. mars 1960. Bíður sú bygging niðurrifs.
Nýi Sóli á að rúma vel um 100 börn samtímis og eru nemendur nú þegar orðnir 99. Leikskólastjóri hins nýja leikskóla er Helena Jónsdóttir, en hún var áður leikskólastjóri á Rauðagerði. Aðstoðarleikskólastjóri er Júlía �?lafsdóttir.
Fréttatilkynning
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst