Þegar 1. mars 2007 rann upp var eftirvænting í lofti. Þann dag skyldi „Nýi Sóli“ opnaður í nýju og glæsilegu húsnæði við Ásaveg. Sameinaðir undir einu þaki voru leikskólarnir Sóli og Rauðagerði. Gamla Sólahúsið, sem hafði hýst leikskóla frá árinu 1960, var rifið og leikskólastarf á Rauðagerði fellt niður. Rauðagerði var gjöf til Vestmannaeyinga eftir gosið. Hús sérhannað sem leikskóli og mörgum þótti leitt að kveðja þá góðu aðstöðu sem það bauð upp á.