�?á þurfa Eftirlitsstofnanir EFTA að úrskurða um hvort heimilt sé að bæta tjón sem verður á upptökumannvirkjum.
Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði að kominn væri fram breytingatillaga við frumvarp að hafnalögum sem nú er til meðferðar hjá samgöngunefnd Alþingis. �?Breytingin felst í því að hafnarbótasjóði verði heimilað að bæta tjón sem hefur orðið á upptökumannvirkjun. Ef þingið samþykkir þær lagabreytingar þarf einnig að gera ráð fyrir fjárveitingu til Hafnarbótasjóðs á samgönguáætlun sem einnig er til meðferðar hjá alþingi. Gangi þessar breytingar eftir þarf að senda erindi til ESA sem er eftirlitsstofnun EFTA og kanna hvort ríkinu er heimilt að veita styrki til upptökumannvirkja vegna tjóns sem á þeim hefur orðið.�?
Böðvar segir að vissulega taki þetta allt tíma, það sé alveg ljóst. �?Tillögur til breytinga á hafnalögum og samgönguáætlun verða afgreiddar fyrir þinglok sem eru áætluð um miðjan mars. Að því loknu er ekki ólíklegt að áætla að það taki ESA tvo til þrjá mánuði að svara erindinu sem til þeirra verður sent. �?eir stjórnmálamenn og fleiri sem hafa haldið því fram upp á síðkastið að það sé hægt að fara af stað án samþykkis ESA þekkja ekki málið nógu vel og ef það yrði gert gæti það orðið til þess að ríkið þyrfti að endurkrefja Vestmannaeyjabæ um alla upphæðina að viðbættu álagi.�?
Var ekki búið að lofa fjárveitingu í Skipalyftuna í tengslum við þurrkví?
�?Davíð Oddson sagði á fundi í Vestmannaeyjum 2003 að mikilvægt væri að leita allra leiða til að styrkja Skipalyftuna þrátt fyrir takmarkanir ESA. �?á var verið að tala um 60% fjárframlag af stofnkostnaði. �?að sem gerðist í framhaldinu var að athugasemd barst til eftirlitsnefndarinnar eða ESA um þær áætlanir og í framhaldinu komst ESA að þeirri niðurstöðu að ekki væri leyfilegt að styrkja starfsemina nema um 12.5% og þá á grundvelli byggðasjónarmiða. �?að er búið að fara mjög vel yfir þessi mál í fjármálaráðuneytinu og niðurstaðan er sú að ef menn ætla að bæta upptökumannvirki vegna tjóns eins og varð í Vestmannaeyjum á síðasta ári, þarf að gera það á almennum grunni en ekki sértækum og sú leið felst í því að breyta hafnalögum og samgönguáætlun og fá að lokum samþykki ESA.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst