Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í dag vegna manns sem var í sjálfheldu í Ingólfsfjalli, fyrir ofan sumarbústað sem stendur í klettum suðaustan megin í fjallinu. Maðurinn, sem var á hefðbundinni leið upp fjallið, fór af henni og í klettabelti og þegar hann var kominn efst lenti hann í sjálfheldu og gat sig hvergi hreyft.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst