Í gær kom áhöfnin á Álsey VE færandi hendi þegar þeir komu með um 300 lifandi loðnur á Fiskasafnið. Loðnunum var komið fyrir í þremur af búrum safnsins og eru þær greinilega aðeins kvekktar yfir vistaskiptunum því að þær synda í þéttum hópum og halda sig niður við botn. Þær vita greinilega ekki að félagar þeirra úr torfunni eru í enn verri málum, enda eru þeir líklega þegar komnir í bræðslu.