Kvenfélagið Líkn hefur nú leitað lögfræðiálits um eignarhald á tækjabúnaði sem það hefur gefið Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins en leitað er eftir lögfræðiálitinu vegna niðurskurðaráforma sem gætu leitt til lokunar skurðstofu. Alls hefur Kvenfélagið Líkn gefið fyrir um 14 milljónir síðustu tvö ár. Í gær afhenti Líkn stofnuninni þrjú tæki, öndunarvél, tæki til að mæla blóðþrýsting í nýburnum, nýjan bekk í slysamóttöku.