Fyrir bæjarráði á þriðjudaginn lá fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem boðaður er mikill niðurskurður á framlögum til Vestmannaeyjabæjar. Á fundinum kom fram að heildartekjur Vestmannaeyjabæjar árið 2008 í gegnum Jöfnunarsjóð voru 525 milljónir. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 329.600.000 eða rúmlega 37% skerðingu. Nú bendir flest til þess að skerðingin verði að minnsta kosti 35 milljónir. Fari svo er heildartekjuskerðing Vestmannaeyjabæjar vegna samdráttar í úthlutunum Jöfnunarsjóðs vart undir 230 milljónum.