Lilja Kristín Svansdóttir lék í tveimur stórsigrum íslenska u16 ára landsliðsins gegn Færeyingum um helgina. Hún lék með fyrirliðabandið um tíma í seinni leiknum sem vannst 7:0. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags.
Fyrri leikurinn var á föstudaginn þar sem íslenska liðið sigraði 6:0 og sá seinni fór fram í dag og lauk með 7:0 sigri íslenska liðsins. Lilja lék með fyrirliðabandið síðustu 10 mínútur leiksins en hún lék í stöðu vinstri bakvarðar allar 180 mínútur leikjanna. Knattspyrnudeildin hlakkar til að fylgjast áfram með Lilju standa sig vel í hennar verkefnum, segir í fréttinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst