Óverulegt tjón varð við Landeyjarhöfn á Bakkafjöru þrátt fyrir ofsaveður sem þar gekk yfir í gær. Ekki var fært niður á sandana í gær vegna mikis sandroks og starfsfólk því sent snemma heim. Að sögn Eysteins Dofrasonar, verkstjóra hjá Suðurverki sem vinnur að byggingu hafnarinnar er ljóst að ekkert stórtjón hafi orðið þótt við fyrstu sýn líti út fyrir að nokkrir staðir í hafnargarðinum sem ekki var búið að fullverja hafi hugsanlega orðið fyrir hnjaski.