Óhætt er að fullyrða að landeldi á Íslandi fari með vindinn í bakið inní nýtt ár. Af nógu er að taka þegar að árið er gert upp og ófáir áfangarnir sem landeldisfyrirtækin hafa náð.
Eitt af því sem stendur þó uppúr verður að teljast nýleg bankafjármögnun sem bæði First Water og Laxey hafa tryggt sér fyrir lok árs en þessi fyrirtæki eru komin hvað lengst af þeim fyrirtækjum sem hefja metnaðarfulla uppbyggingu á landeldi hér á landi.
Fyrir þá sem það þekkja kemur slík fjármögnun ekki af sjálfu sér og oftar en ekki eftir vel heppnuð hlutafjárútboð og þegar að tiltrú á verkefninu eykst. Þetta virðist vera raunin hjá þessum tveimur fyrirtækjum og veit vonandi á gott fyrir framhaldið.
Þetta lýsir sér vel í þeirri staðreynd að í nýlegu viðtali við Lárus Ásgeirsson stjórnarformann hjá Laxey, þar sem hann tekur fram að í upphafi árs hafi félagið ekki haft bankafjármögnun en núna eru bankarnir farnir að eltast við fyrirtækið til að veita því fjármögnun!
Það verður því að teljast afar jákvætt að ekki bara eitt fyrirtæki heldur tvo hafa náð þessum merka áfanga á árinu. Nýleg skýrsla BCG (Boston consulting group) er svo eins og stór og vel skreyttur jólapakki sem lagður var undir tréð rétt fyrir jólin.
En þar kemur m.a fram að aukinn áhugi fjárfesta sé á landeldi. Kannski ekki nema von þegar að spá er um að framleiðsluaukning á laxi á ári mun haldast lág 2-3% næstu árin á sama tíma að gert er ráð fyrir að eftirspurn aukist um 7-9 % !
Landeldisfyrirtækin hljóta því að fara bjartsýn inní nýtt ár enda mikið undir að vel takist til. Til að setja svo í samhengi hversu metnaðarfull og þjóðhagslega mikilvæg þessi fyrirtæki eru. Þá mun útflutningur fiskeldis í ár brjóta í fyrsta skiptir 50 milljarða múrinn.
Er ágætt sjá þann mikla vöxt sem hefur orðið á Vestfjörðum og Austurlandi og þau jákvæðu áhrif sem þessi grein hefur skilað sér til nærsamfélsgsins samhliða þessari uppbyggingu. Til samanburðar stefna First Water og Laxey á samtals yfir 100 milljarða í útflutningsverðmæti.
Það er svo ekki erfitt að sjá fyrir hvað sú gríðarlega mikla verðmætasköpun mun hafa mikil jákvæð áhrif á sveitarfélögin Þorlákshöfn og Vestmannaeyjar í framhaldinu.
Orðatiltækið, einn er einn, en tveir eru þrír á vel við í samlíkingu með First Water og Laxey. En mikilvægt er að greinin nái ákveðinni stærðarhagkvæmni sem getur skilað sér í aukinni klasamyndun og verðmætasköpun fyrir greinina í heild, sem er strax byrjað að koma í ljós sbr. áhugi Skretting á að byggja fóðurblöndunarverksmiðju hér á landi.
Í nýlegu viðtali við Eggert Þór Kristófersson forstjóra First Water tekur hann fram að stefnt er á að skrá félagið á markað í lok árs 2026. Um mikið framfaraskref yrði að ræða að fá félag í landeldi á markað og ljóst að margir yrðu spenntir að sjá slíka skráningu raungerast. Það má því með sanni segja að landeldi á Íslandi sé komið í (V)Eldisvöxt.
Jóhann Halldórsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst