„Ekki amalegt að fara með þessar fréttir inní helgina og smá svona snemmbúinn jólapakki,“ segir Jóhann Halldórsson sem birtir reglulega pistla á Eyjafréttum undir heitinu, Litla Mónakó og vísar þar til mikils uppgangs í Vestmannaeyjum. Fréttin sem hann vísar til er kynningafundur um baðlón og hótel á Nýjahrauninu á eyjafrettir.is í síðustu viku.
„Þetta er sennilega mun stærra en margir ætla þar sem að það sem hefur einmitt sárlega vantað inní mengið fyrir ferðaþjónustuna í Eyjum er einmitt alþjóðleg hótelkeðja þar sem að með henni tengjast Eyjarnar inn í risastórt leiðakerfi! Aðilarnir sem standa svo á bak við verkefnið eru þekktir fyrir metnað og að gera hlutina vel. Það mun svo ekki standa á þeim að byrja.
Þeir eru klárir
Það er því til mikils að vinna fyrir Eyjarnar að uppbygging hefjist sem fyrst þar sem bara bæjarsjóður verður sennilega af milljónum í tekjur fyrir hvern tapaðan mánuð, fyrir utan allt annað. Til að átta sig svo betur á umfanginu á svona verkefni og setja það í samhengi hversu mikil lyftistöng þetta er fyrir ferðaþjónustuna í eyjum og reyndar alla á Eyjunni er gaman að rifja upp framkvæmdir Bláa lónsins um árið,“ segir Jóhann og vísar til þess þegar byggt var hótel við Bláa lónið 2016.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst