Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis tilkynnir sérstaklega á bloggsíðu sinni að hún hafi sloppið heil á húfi úr heimsókn sinni til Eyja. „Þegar fréttist að ég væri á leið til Eyja að ræða augliti til auglitis við Eyjamenn um fiskveiðistjórnunarmálin sögðu menn að ég væri að stinga höfðinu í gin ljónsins. Þegar til kom reyndist ljónið bæði spakt og rólegt – og ég er ómeidd á höfði,“ skrifar þingamaðurinn á bloggsíðu sína.