Í dag klukkan 17:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að Lúðrasveit Vestmannaeyja taki nokkur lög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács syngja. Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur prestur segja nokkur orð. Að lokum mun Mónika Hrund Friðriksdóttir tendra ljósin á trénu.
Í tilefni jóla sýningar 1. bekkjar verður opið á bókasafninu til 18:00. Hvetjum alla til að koma þar við og skoða sýninguna. Meistaraflokkur kvenna í handbolta verður með til sölu ristaðar möndlur ásamt kaffi og kakó. Svo er aldrei að vita nema að jólasveinarnir kíki við og heyrst hefur að Trölli gangi laus í bænum, vonandi verður hann til friðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst