Í kvöld kl. 18.00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vestmannaeyja mun leika létt jólalög, Páll Marvin Jónsson bæjarfulltrúi mun flytja ávarp og sr. Viðar Stefánsson prestur Landakirkju mun flytja hugvekju. Leikfélag Vestmannaeyja og jólasveinarnir færa börnum góðgæti.