Eins og seinustu ár munu Vestmannaeyjabær og HS veitur minnast upphafs Heimaeyjargossins með því að láta ljós loga á leiðum í Kirkjugarði til 23. janúar án sérstaks kostnaðar fyrir aðstandendur. Ljósin verða því kveikt aftur þegar aflestur hefur átt sér stað. Ljósin eru í senn til minningar um þá miklu vá sem að Eyjamönnum steðjaði og mikilvægi þeirrar samstöðu sem þá tryggði afkomu byggðar í Vestmannaeyjum.