Ljósopið – Þar sem kynslóðirnar mætast

Það var skemmtileg stemning í Einarsstofu á laugardaginn þar sem Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson sýndu myndir sínar. Eins og alltaf var góð mæting. Þetta var tólfta og næst síðasta sýningin í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Sú þrettánda er á laugardaginn þegar Ingi Tómas Björnsson mætir með eigin myndir og myndir sem Friðrik Jesson, tengdafaðir hans skildi eftir sig.

Sýning, Jóa, Svabba og Katarzynu var ekki síst skemmtileg fyrir það hvað hún var fjölbreytt. Jói hefur sem listamaður sýnt að hann sér stundum það sem aðrir ekki sjá, Svabbi var með myndir úr gosinu 1973 og Katarzyna, sem er pólsk og er nýflutt til Eyja sýndi okkur af hverju Eyjarnar hafa heillað hana.

Það verður ekki síður gaman að sjá það sem þeir Ingi Tómas og Friðrik hafa séð í gegnum ljósopin sín. Báðir vandvirkir ljósmyndarar með gott auga fyrir mótívum og ekki svo ólíkir á þessu sviði þó þeir séu af sinn hvorri kynslóðinni.

Sýning hefst eins og venjulega klukkan 13.00 og er í Einarsstofu.

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.