Frá því verður gengið í dag. Alls verður því kvóti Íslands að minnsta kosti 300.000 tonn, en gera má ráð fyrir að meira komi í hlut okkar nái hinar þjóðirnar ekki að klára sinn hlut.
Lítil veiði hefur verið undanfarna daga. Loðnan er komin suður fyrir þá línu, sem leyfilegt er að veiða í troll og er veiðin nú austur af Álftafirði á Hvalbaksgrunni. Nótaskipin eru byrjuð að fá afla og Súlan fékk til dæmis 300 tonn í tveimur köstum. Loðan er nú fryst fyrir markaðinn í Rússlandi og er eftirspurn mikil.
Greinin birtist í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst