Búast má við að tugum þúsunda tonna verði bætt við loðnukvótann á næstunni. Vertíðin er að ná hámarki og víða er frysting hafin. Búið er að veiða tæplega helming kvótans.Loðnufrysting hófst í Vestmannaeyjum í nótt. Eftir því sem loðnan gengur sunnar með landinu er styttra á miðin fyrir Eyjaskipin. Heimsiglingin nú tekur um tólf tíma og því er aflinn nógu ferskur til að hefja frystingu. Ragnar Þór Jóhannesson, háseti á Kap frá Eyjum, segir mikla vertíðarstemmningu á miðunum. Menn hjálpist að við að ná kvótanum með því að gefa afla á milli skipa.