Nú er Herjólfur á leið til Eyja en skipið sigldi til Þorlákshafnar í morgun. Áætlað er að Herjólfur verði kominn til Eyja upp úr eitt en tæplega hundrað farþegar eru um borð. Áætlað var að Herjólfur myndi sigla síðdegis upp í Landeyjahöfn en Hallgrímur Hauksson, stýrimaður um borð telur litlar líkur á því. „Lóðsinn var þarna rétt fyrir hádegi og þeir festust á milli garðanna. Mér skilst að þeir hafi þurft að mjaka sér út eftir að hafa tekið niður. Þannig að ég tel afar litlar líkur á því að við siglum þangað upp eftir,“ sagði Hallgrímur í samtali við Eyjafréttir nú fyrir skömmu.