Flugfélagið Ernir hefur síðustu daga haft í nógu að snúast við að koma fólki til og frá Eyjum. Samkvæmt áætlun eru tvær ferðir á dag alla daga vikunnar en til að bregðast við mikilli eftirspurn síðustu daga hefur félagið sett upp eina til tvær aukaferðir á dag. Á morgun fimmtudag verður aukaflug frá Reykjavík til Eyja kl 15:00 og frá Eyjum 15:45. Það eru því þrjú flug til og frá Eyjum uppsett á morgun.