Vegna mikillar eftirspurnar hefur Flugfélagið Ernir hafið sölu á flugi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Er þetta mun fyrr en áður og má nefna að í fyrra hófst sala með flugi á Þjóðhátið í maí og má því gera ráð fyrir miklum fjölda gesta sem fer fljúgandi á þessa flottu hátíð þeirra Eyjamanna. Flugfélagið Ernir mun því vera með loftbrú milli lands og Eyja og hafa nú þegar verið sett upp fjöldi aukafluga.