Hljómsveitin Logar fagnar 50 ára afmæli sínu í ár en af því tilefni halda þeir tónleika og létta sögustund í gömlu Höllinni við Vestmannabraut á morgun, föstudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 en aðgangur er ókeypis í boði Vífilfells. Auk Loganna, kemur Tríó �?óris �?lafssonar, ásamt �?óri �?lafssyni fram á tónleikunum og Helgi Tórshamar og Sævar Helgi Geirsson flytja Goslokalagið 2014. Til að ýta undir nostalgíuna hjá þeim sem eru á sama aldursskeiði og Logarnir, hafa nokkrir af eldri starfsmönnum Hallarinnar verið kallaðir til. �?annig munu þeir Bragi Í. �?lafsson (Bragi á fluginu) og �?orsteinn Sigurðsson (Steini í Stakkagerði) sjá um dyravörslu og þær �?órsteina Grétarsdóttir og Sigurborg Erna Jónsdóttir (Erna í Gerði) verða sætavísur.
Hljómsveitin Logar var stofnuð í Vestmannaeyjum árið 1964 en upphaflegu stofnendurnir voru Grétar Skaptason, Helgi Hermannsson, Henry A. Erlendsson, Hörður Sigmundsson og �?orgeir Guðmundsson. Sveitina skipa nú bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir, Henry, Guðlaugur Sigurðsson, �?lafur Bachmann og unglingurinn í hópnum, �?lafur Guðlaugsson (Sigurðssonar) sem byrjaði að spila með Logum árið 1996.
�??Við hlökkum óskaplega mikið til að fara inn í þetta hús aftur og við erum aðstandendum Hvítasunnusafnaðarins óendeanlega þakklátir fyrir að gefa hljómsveitinni kost á að fagna hálfrar aldar starfsafmæli í Höllinni, sem var um árabil heimavöllur, Loga,” sagði �?lafur í samtali við Eyjafréttir. �??�?að má segja að gamla Höllin sé hinn eiginlegi heimavöllur sveitarinnar, því þar spiluðu Logar stundum 4-5 kvöld í viku og jafnvel var sveitin ræst út á böll ef það var landlega. Höllin á sér náttúrulega ansi merka sögu þegar kemur að tónlist og þarna á sviðinu í Höllinni áttu Logar sín bestu ár í Eyjum.�??
Einskonar saumaklúbbur
50 ár er langur tími í lífi einnar hljómsveitar. Hver hefur verið lykillinn hjá þeim gömlu að halda áfram?
�??Lykillinn af því að halda svona samstarfi úti í hálfa öld er fyrst og fremst ofsalega góður og mikill vinskapur og að menn hafi gaman af því sem verið er að gera. �?etta er einskonar saumaklúbbur sem hittist nokkuð reglulega og eini munurinn samanborið við annan félagsskap er kannski sá, að þessi kemur opinberlega fram.�??
Eins og áður sagði kom �?lafur inn í sveitina síðastur af þeim sem nú skipa hana. Hann neitar því ekki að það hafi verið skrítið að standa allt í einu með þeim á sviðinu. �??�?g er alinn upp á þessari tónlist hjá pabba og hafði starfað sjálfur í tónlist í mörg ár þar á undan. �?g þekkti tónlistina þeirra vel og þá náttúrulega alla afar vel persónulega, enda fékk ég sem krakki að flækjast með á allar æfingarnar og fékk meira að segja að fikta í græjunum. Án efa hafði það mikið um það að segja að ég fékk áhuga á hljóðfæraleik og var eflaust ekki einn um það að fá áhuga á tónlist eftir að hafa fylgst með Logum. Við komum þeim til dæmis skemmtilega á óvart á 40 ára afmælinu þegar við settum saman sveitina Syndir feðranna, sem var eingöngu skipuð sonum Loganna.�??