Lögbrot í stað lögbrots?
6. febrúar, 2019
Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði.

Á meðal mála sem rædd voru á 3091. bæjarráðsfundi Vestmannaeyjabæjar, sem haldinn var í gær, var niðurfelling fasteignaskatts. En sú breyting hefur verið gerð í stað þessa að fella niður fasteignagjöld hjá öllum 70 ára og eldri nær afslátturinn aðeins til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Miðast tekjur þá við 5,5 m.kr.  fyrir fullan afslátt og afsláttur lækki í þrepum eftir hækkun tekna upp í 6,0 m.kr. Fyrir hjón miðast tekjumörkin við 7,5 m.kr. em lækkar í þrepum eftir hækkun tekna upp í 8,5 m.kr. Með þessu eru virt ákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sem nær einungis til afsláttar af fasteignaskatti tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Á móti er svo veittur flatur 85% afsláttur af sorpeyðingargjöldum og lóðaleigugjaldi til handa öllum þeim sem náð hafa ellilífeyrisaldri 67 ára og eldri.

Vestmannaeyjabæ barst svo bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 23. janúar sl, þar sem vísað er til útskýringa Vestmannaeyjabæjar á því fyrirkomulagi sem verður á veitingu afsláttar af fasteignaskatti tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega í sveitarfélaginu. Telur ráðuneytið að ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar að þessu leyti og málinu sé lokið af hálfu ráðuneytisins.

Við afgreiðslu þessa bréfs í bæjarráði lýsti Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð meirihlutans í þessu máli „…og harmar að stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar eru nú svo illa komið að lög og almennar vinnureglur eru brotnar. Svarbréf var sent til ráðuneytisins án allrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn, líkt og eðlilegt hefði verið miðað við þessa miklu stefnubreytingu, í því svarbréfi var fallið frá þeirri stefnu að fella niður fasteignaskatt á 70 ára og eldri,” sagði Trausti í bókun sinni.

Lögbrot í stað lögbrots?
Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að leita þurfi upplýsinga til annars ráðuneytis til að fá upplýsingar um hvort að það samrýmist ákvæðum laga um meðhöndlun úrgangs að veita afslátt af sorpeyðingargjöldum. „Það er hreinlega vandræðalegt fyrir stjórnendur Vestmannaeyjabæjar að auka álögur á eldri borgara vegna ásakana eins ráðuneytis um lögbrot en gera það á svo óvandaðan hátt að sú leið sem farin er kalli nú á skoðun hjá öðru ráðuneyti á því hvort að um lögbrot sé að ræða á nýjum reglum sem H- og E- listi lögðu til. 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að nýjar reglur um afslátt af sorpeyðingargjöldum gætu brotið í bága við lög, og beinir ráðuneytið því til bæjarins að láta annað ráðuneyti skoða hvort að svo sé. Erfitt er að átta sig á á hvaða vegferð E- og H- listi eru með þetta mál, þegar það á að koma í veg fyrir meint lögbrot með öðru lögbroti. 
Minnt er á að vandræðagangur E- og H lista og óvönduð stjórnsýsla þeirra gengisfellir Vestmannaeyjabæ,” segir í bókun Trausta.

Þessu svaraði meirihlutinn með eigin bókun þar sem þau sögðu sig ekki telja svo að lög takmarki rétt sveitarfélaga til að veita elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af sorpeyðingargjöldum. Hins vegar er í lögum um tekjustofna sveitarfélaga skýrt kveðið á um hvernig slík afsláttarkjör takmarkast við tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega. Ekki er að sjá að lög um meðhöndlun úrgangs og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, hvað varðar sorpeyðingargjöld, takmarki rétt sveitarfélaga til að veita elli- og örorkulífeyrisþegum afslátt af sorpeyðingargjöldum. Hins vegar er í lögum um tekjustofna sveitarfélaga skýrt kveðið á um hvernig slík afsláttarkjör takmarkast við tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega.
Ef ekki er kveðið á um sérstaka útfærslu afsláttar í lögum og svo framarlega að jafnræðis og meðalhófs sé gætt, þ.e. að i) stjórnvaldsákvörðunin sé til þess fallin að ná því markmiði sem stefnt er að, ii) sem minnsta röskum á hagsmunum borgarans fylgir ákvörðuninni og iii) gætt er hófs við beitingu úrræðisins, hlýtur umrædd ákvörðun að teljast innan heimilda stjórnsýslulaga. Það er mat meirihluta bæjarráðs að með tillögunni sé gætt að öllum þessum þáttum í lagalegu tilliti. … 
Mörg dæmi eru til um afslátt af þjónustugjöldum fyrir öryrkja- og eldri borgara og má þar nefna afslátt í sundlaugar og af almenningssamgöngum. 

Ekki er verið að mismuna ellilífeyrisþegum á nokkrun hátt með tillögunni og jafnræðis gætt með því að allir íbúar 67 ára og eldri njóti sömu kjara, rétt eins og þeir ferðalangar Strætó og sundlaugagestir flestra sundlauga á landinu sem náð hafa ellilífeyrisaldri. Gert er ráð fyrir að allir íbúar fái umrædd afsláttarkjör þegar ellilífeyrisaldri er náð. 
Ákvörðun um afslátt af sorphirðugjöldum og lóðarleigu til handa ellilífeyrisþegum er ekki íþyngjandi fyrir aðra íbúa Vestmannaeyjabæjar þar sem ekki stendur til að hækka gjöldin hjá öðrum íbúum bæjarins vegna þessarar ákvörðunar. Munu sorphirðu- og lóðarleigugjöldin taka breytingum eftir þróun vísitölu næsta árs eins og undanfarin ár. Þess má að auki geta að frá árunum 2010 til 2018 hefur Vestmannaeyjabær greitt um 174 milljónir með sorphirðu,” segir í bókun minnihlutans.

Stjórnsýsluleg úttekt
Þá lögðu minni- og meirihlutinn fram sína hvora tillöguna. „Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að endurskoðanda sveitarfélagsins verði falið að leggja mat á þá stjórnsýslu sem viðhöfð hefur verið í þessu máli og kanna hvort hún sé í samræmi við góðar vinnureglur og hefðir við stjórn sveitarfélaga. Þar verði sérstaklega lagt mat á réttmæti þess að senda svarbréf til ráðuneytisins án allrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn. Þá skal einnig metið hvort og þá með hvaða hætti rannsóknarreglu stjórnsýslulaga var fylgt við undirbúning þessa máls, en í henni fellst að stjórnvald eins og bæjarstjórn og bæjarráð skuli sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því,” segir í tillögu minnihlutans sem var felld með tveimur atkvæðum H og E lista gegn einu atkvæði D lista.
Á móti lagði meirihlutinn til „… að endurskoðendum sveitarfélagsins verði falið að gera stjórnsýslulega úttekt á niðurfellingu fasteignaskatts til handa eldri borgurum frá því að fyrst var hafið að veita afslátt. Lagt verði mat á þá stjórnsýslu sem viðhöfð hefur verið frá því að ákveðið var að veita afsláttinn fyrst og öll samskipti við stjórnvöld eftir að það hófst.” Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum E og H lista gegn einu atkvæði D lista.

Hér má lesa fundargerð bæjarráðs í heild sinni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst