Lögð áhersla á að ekki verði um niðurgreiðslu að ræða
21. desember, 2006

�?að var Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem flutti tillöguna. �?Bæjarstjórn fagnar því að nú hyllir loks undir að Vestmannaeyjabær geti dregið sig út úr samkeppnisrekstri á sviði líkamsræktar. Mál þetta hefur verið að velkjast í bæjarkerfinu frá því árið 1997 og mikilvægt að því ljúki. Vegna afgreiðslu bæjarráðs þá bendir bæjarstjórn á að enn eru engir samningar fyrirliggjandi og lítur svo á að samþykkt á þessum lið fundargerðar bæjarráðs feli í sér að bæjarstjóri gangi til samninga við Nautilus á fyrirliggjandi forsendum.

Í framhaldi af því verði svo skrifað undir samninga ef þeir þykja hagkvæmir fyrir Vestmannaeyjabæ og þá eftir samþykki bæjarráðs og síðan bæjarstjórnar.�?
Sagði hann breytinguna úr bæjarráði vera tæknilegs eðlis því ekki væri hægt að fela bæjarstjóra að skrifa undir samning þegar á eftir að semja.


Má ekki vera niðurgreiðsla
Páll Scheving (V) sagðist ánægður með þessa breytingu. Hann greiddi atkvæði gegn afgreiðslu bæjarráðs þar sem þær tölur sem þar lágu fyrir fælu í sér niðurgreiðslu á samkeppnisrekstri og það gat hann ekki samþykkt. Sagðist hann áður hafa tekið undir það að óskað væri eftir tilboði frá Nautilus og vitnaði í bókun Menningar- og tómstundaráðs frá 29. mars sl. sem hann skrifaði undir.
Kvaðst hann ekkert hafa á móti því að fyrirtæki í þessum geira komi til Eyja, það sé bara jákvætt en það væri ekki rétt að nýta sameiginlega sjóði til að greiða niður samkeppnisrekstur í Vestmannaeyjum. Á það bæri að leggja sérstaka áherslu.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst