„Verulega er vegið að öryggi íbúa Árnessýslu og annarra sem leið eiga um sýsluna, svo og lögreglumanna sem starfa við embætti Sýslumannsins á Selfossi, vegna ófullnægjandi fjárveitingar til embættisins, þetta segir m.a. í ályktun sem Lögreglufélag Suðurlands samþykkti á félagsfundi í síðustu viku. Hefur þegar orðið nokkur niðurskurður vegna þessa og er nú svo komið að á fullskipaðri vakt er aðeins hægt að halda úti einum fullmönnuðum lögreglubíl sem sinnir útköllum og eftirliti.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst