Lögreglan | Týndi bakpokinn
4. júní, 2016
Stundum lendir lögreglan í verkefnum sem eru bara skemmtileg en geta verið krefjandi þar sem menn þurfa að sýna útsjónarsemi, þolinmæði, lipurð og hafa úthaldið í góðu lagi.
Fimmtudaginn 2. júní s.l. kom Natalie Chaylt frá Canada á stöðina og bar sig illa. Hún sagði hafa farið upp á Heimaklett í góða veðrinu til að taka myndir yfir eyjuna okkar fögru og til landsins. Á meðan hefði hún lagt frá sér bakpokann sinn sem í var m.a. vegabréfið hennar, greiðslukort, peningar, sími, myndavélalinsa og margt annað. Eitthvað hefði gerst sem varð þess valdandi að bakpokinn fer af stað og veltur niður og norður af brúninni og hverfur henni sjónum. �?egar hún kom á lögreglustöðina að tilkynna um þetta þá var Halldór Sveinsson lögreglumaður staddur hér á stöðinni og heyrði um þessi vandræði hennar, bauðst hann til þess að fara upp á Heimaklett og athuga hvort hann finni ekki pokann.
Halldór fer upp, fer þarna fram á brúnir og m.a. langleiðina niður í Dufþekju en finnur ekki pokann. Hefur samband við félagana á vaktinni sem þá eru staddir á Eiðinu og hafa verið að fylgjast með honum ásamt Natalie og segist bara ekki finna pokann. Spyr okkur hvort Natalie sé ekki tilbúin að koma aftur upp og benda nákvæmlega á staðinn þar sem hún var þegar pokinn rann fram af brúninni, auðvitað var daman til í það og fer upp til hans.
�?egar búið er að staðsetja nákvæmlega hvar pokinn fór fram af þá sér Halldór að það geti verið möguleiki á því að pokinn hafi fari alveg niður í sjó og því skuli þau fara niður og kíkja niður á Eiði og bak (norður fyrir) við Heimaklett.
Við félagarnir á vaktinni höfðum verið þolinmóðir á Eiðinu að fylgjast með þeim, sjáum hvar þau koma niður, skrönglast yfir hálar klappir og stórgrýti, Halldór hverfur okkur sjónum en Natalie stendur þar sem við sjáum hana vel og greinilegt er að hún er í sambandi við Halldór. Allt í einu hoppar hún upp, andlitið eitt bros og þarna réttir hún upp hendina með þumalinn á lofti. �?að var alveg greinilegt, POKINN VAR FUNDINN.
Síðan líður tíminn, ekkert bólar á Halldóri og daman stendur bara áfram þarna á stórgrýtinu og er greinilega í samræðum við Halldór. Síminn okkar hringir, Halldór í símanum, kemst ekki til baka, steinninn of hár, kemst ekki upp á hann, byrjað að flæða að, nennir ekki að vaða upp fyrir mitti, vantar band. Vaktfélagarnir fara á vetttvang með spotta, Halldór kemst upp þurrum fótum, Natalie glöð og ánægð að hafa endurheimt pokann sinn með öllu því sem skiptir máli að hafa meðferðist í ferðalagi um heiminn.
Svona í lokin er gaman að segja frá því að Natalie var svo ánægð með aðstoðina að daginn eftir kom hún með bakkelsi úr bakaríinu á stöðina og sætt þakkarbréf með.
Myndin sem fylgir með tók Sigurður Friðrik af félögum sínum og Natalie eftir að Halldór fann pokann hennar.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.