Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku enda stór helgi að baki. Einn karlmaður fékk að gista fangageymslu eftir að hafa gert sér það að leik að hanga í landfestum Álseyjar VE en sökum ástands hans var ekki annað hægt en að láta hann sofa úr sér í fangageymslu. Tveir árekstrar urðu á sömu gatnamótunum, Kirkjuvegi og Heiðarvegi. Lítil sem engin meiðsli urðu á fólki en bílarnir skemmdust nokkuð. Einhver áflög urðu við skemmtistaði bæjarins og listaverk var skemmt á Volcano en þetta kemur m.a. fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.