Umhverfisstofnun hefur undanfarin ár lokað Dyrhólaey í ákveðinn tíma yfir sumarið með þeim rökum að verið sé að verja fuglalíf yfir varptíma. Bændur í Dyrhólaeyjar-hverfi hafa samkvæmt ákvæðum í friðlýsingu leyfi til nytja á æðavarpi og hefðbundinna grasnytja.
�?Sveitarstjórn vill að tekið sé jafnt tillit til ferðaþjónustuaðila og bænda. Ferðamenn eru óánægðir þegar þeim er meinaður aðgangur að eyjunni, sem kemur síðan niður á ferðaþjónustunni,�? segir Sveinn Pálsson. �?Með hliðsjón af skýrslu Náttúrufræðistofnunar og deiliskipulagi Dyrhólaeyjar er vel hægt að stýra streymi almennings um svæðið, án þess að náttúran beri skaða af, með göngustígum og eftirliti landvarðar. Samkvæmt þeirra skýrslu er aðeins nauðsynlegt að loka tímabundið afmörkuðum svæðum á eyjunni í senn.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst