Luna fann fíkniefni í bíl
9. desember, 2013
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu verkefna sem rötuðu á borð hennar. Rólegt var hins vegar yfir öldurhúsum bæjarins og virðist sem skemmtanahaldið hafi farið fram með ágætum.
Að kvöldi 7. desember sl. var lögreglu tilkynnt um eld að Boðaslóð 27 og að fólk sem var í húsinu væri komið út. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem reyndist ekki vera mikill en töluverður reykur var í húsinu. Eldurinn virðist hafa komið upp í þvottahúsi en heimilisfólkið, sem ekki var gengið til náða, heyrði í reykskynjara og kom sér strax út úr húsinu. Talið er að rekja megi upptök eldsins til fjöltengis sem var í þvottahúsi.
Síðdegis þann 8. desember sl. hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar og við athugun á ökumanninum reyndist hann vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn. Í framhaldi af því var leitað í bifreið mannsins með aðstoð fíkniefnaleitarhundsins Lunu og við þá leit fundust ætluð fíkniefni, bæði kannabisefni og sveppir. Alls hafa því komið upp 70 fíkniefnamál á árinu og þá hafa 13 ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Lögreglu var tilkynnt um slys um borð í Hákoni EA-148 þar sem skipið var að nótaveiðum austan við Elliðaey. �?arna hafði maður fengið snurpuvír í andlitið þannig að hann fékk áverka á eftir og hélt skipið strax til hafnar í Vestmannaeyjum. Var hann í framhaldi af því fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna þeirra höfuðáverka sem hann fékk. Ekki er talið að um alvarlega áverka hafi verið um að ræða enda hafði slasaði verið með öryggishjálm á höfði þegar slysið varð.
Einungis eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en engin slys urðu á fólki í þessu óhappi.
Ein kæra liggur fyrir vegna aksturs gegn rauðu ljósi og ein kæra vegna ólöglegrar lagningar ökutækis, en töluvert hefur verið um það undanfarnar vikur að ökumenn hafi verið að leggja ökutækjum sínum ólöglega. Lögreglan hvetur því ökumenn til að virða umferðarlögin m.a. með því að leggja löglega.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst