Undirbúningur fyrir Lundaballið 2011 er meira en í fullum gangi segja Álseyingar, sem sjá um Lundaballið í ár. Þeir eru reyndar svo frjóir að þeir eru þegar farnir að dæla út skemmtiatriðunum þótt enn sé vika í sjálft ballið. Fyrsta atriðið er frumflutt í dag, lagið Lundalistinn sem má hlusta á hér að neðan. Um er að ræða lagið Gestalistinn eftir Ingó Veðurguð en textanum hefur verið snarað yfir á vestmannaeysku en lagið flytja Synir Álseyjar. Textann má lesa hér að neðan.