Lundasumarið 2013
25. september, 2013
Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera upp sumarið. Mjög merkilegt lundasumar að baki, en þó fyrst og fremst gríðarleg vonbrigði með varpið, en í þessum skrifuðum orðum eru komnar 25 pysjur á sædýrasafnið, sem þýðir að 2013 er fimmta árið af síðustu sjö þar sem varpið misferst nánast alveg. Þó verður að hafa í huga útreikninga mína á heildar pysjufjöldanum frá öllum Vestmannaeyjunum, en 25 bæjar pysjur þýða ca. 5.000 pysjur, sem er samt rosalega lítið en samt meira heldur en veitt var.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst