Lundi og kanínur í The Wall Street Journal
28. desember, 2006

Svona byrjar frásögn bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal sem birti á forsíðu sinni frásögn af kanínuveiðum Eyjamanna og vandræðum þeim sem þessi litlu dýr valda hér.
Eins er rætt við Ingvar Sigurðsson, forstöðumann, Náttúrustofu Suðurlands, Sigríði Ásgeirsdóttur, lögfræðing og formann félags gegn illri meðferð á dýrum, og Freydísi Sigurðardóttur sem unnið hefur ítarlega rannsókn á högum kanína í Eyjum. Höfundur greinarinnar er Lauren Etter.
Segir í greininni að yfir 10 milljón lunda komi hingað ár hvert en á síðustu árum hefur tilvist þeirra verið ógnað af kanínum.
�?Í augum margra Íslendinga er lundinn hluti af menningunni. Árlega bjarga íslensk börn lundapysjum sem fljúga á ljósin í bænum og koma þeim aftur út á sjó. Eins treysta Íslendingar á lundann vegna ferðamannaiðnaðarins.�?
Til að verjast kanínuógninni hefur íslenska umhverfisráðuneytið gefið nokkrum veiðimönnum leyfi til þess að skjóta dýrin, eins og til dæmis Ásmund Pálsson �?Hr. Pálsson, glaðlegur maður með silfurgrátt hár hefur verið að veiða kanínur í yfir 10 ár. Hann segir vandamálið tilkomið vegna tilrauna með kanínubú í Eyjum. �?eir gáfust upp og slepptu dýrunum.�?

Nánar er sagt frá umfjöllun bandaríska blaðsins í Fréttum í dag.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst