Lykilatriði að tryggja ferðatíðni og opnunartíma þjóðvegarins

Bæjarráð hélt í gær aukafund til þess að ræða stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina um rekstur Herjólfs ohf. Á fundinn mættu fulltrúar samningnefndar Herjólfs, þeir Arnar Pétursson, Guðlaugur Friðþórsson og Páll Guðmundsson, ásamt framkvæmdastjóra Herjólfs, Guðbjarti Ellerti Jónssyni.

Jafnframt komu á fundinn bæjarfulltrúarnir Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Trausti Hjaltason. Haldnir hafa verið fimm fundir í samninganefndinni. Í ljósi eðli viðræðnanna er niðurstaða þessa fundar bókuð í sérstaka fundargerð trúnaðarmála. Upplýst verður um viðræðurnar þegar niðurstaða liggur fyrir. Lykilatriði í samningum um rekstur Herjólfs er að tryggja þá þjónustu sem íbúar í Vestmannaeyjum búa við í dag m.a. ferðatíðni og opnunartíma þjóðvegarins.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.